Fara í efni

HELGI OG KJÖLFESTAN Í FL GROUP

Sæll Ögmundur.
Sú var tíðin að ég tryggði mínar litlu eignir hjá Samvinnutryggingum. Skyndilega var ég orðinn viðskiptavinur VÍS við sameiningu Samvinnutrygginga og Brunabótafélag Íslands sem var í ríkiseign.
Hvað um það nú er Helgi nokkur Guðmundsson, múrari og fyrverandi sölumaður trygginga hjá Samvinnutryggingum, orðinn kjölfestufjárfestir í FL grúp, með fé Samvinnutrygginga í rassvasanum. Hvað gerðist, var sjóðum Samvinnutrygginga stolið? Sem þingmaður minn, getur þú látið kannað þetta fyrir mig og þjóðina?
F yrrverandi viðskiptavinur Samvinnutrygginga.

Þetta er nokkuð dramtísk atburðarás allt saman. Hvað varðar Helga Guðmundsson, þá var mér sagt, þegar ég grennslaðist fyrir um málið - sem ég sá ástæðu til að gera þar sem Helgi er formaður stjórnar Seðlabanka íslands - að hann væri ekki að fjárfesta persónulega heldur kæmi hann aðeins að málinu sem stjórnarmaður í VÍS.
Mér finnst ástæða til að horfa sérstaklega til þeirra einstaklinga sem eru prívat og persónulega að fjárfesta fyrir milljarða; fjármuna sem þeir oftar en ekki hafa komist yfir í skjóli pólitísks valds, í seinni tíð aðallega fyrir tilstilli Framsóknarflokksins.
Kv .
Ögmundur