Fara í efni

HELGUVÍKURÓRÁÐ

Alveg ótrúlegir hlutir eru að gerast í íslenskri pólitík ef iðnaðarráðherra ætlar virkilega að valta yfir samráðherra sinn umhverfisráðherra og knýja í gegn gælumál sitt á þeim forsendum að annars mundu 4000 störf sópast út af borðinu. Verkfærin skulu vera stjórnarandstæðingar. Er ekki í lagi með þig Össur? Hvernig í ósköpunum dettur þér slík heimska í hug bara af því að þú undirritaðir samninga um þessi álver án raforku og þeir ráða byggingarhraða ef þau verða byggð á annað borð. Eins og staða áliðnaðar í heiminum er og verður á næstu árum þá er ekki mikil hrifning Alcoa eða Rio Tinto að byggja ný um leið og þeir loka tugum vera og segja upp hundruðum þúsunda starfsmanna um allan heim. Hver tryggir aðsemi nýrra virkjana og á hvers ábyrgð er hún? Er áhættan öll okkar megin eða deila álverin henni með okkur? Hvers vegna settir þú inn í samninga ofurkjör um aldur og ævi þeim til handa um skattavild og fleira og spurðir þú þjóðina að því í þjóðaratkvæðagreiðslu eða telur þú að okkur komi ekkert við arðsemi auðlinda okkar? Þessu þarft þú Össur að svara strax fyrir kosningar því Samfylkingin mun tapa stórt á þessu bráðræði þínu til bjargar eigin skinni.
Þór Gunnlaugsson