Fara í efni

HIN GÖMLU KYNNI GLEYMAST EI

Í dag sótti ég þing ASÍ, það er að segja málstofuhluta þingsins þar sem fjallað var um orkumál, auðlindamál, heilbrigðismál og fleiri mál.
Skipulag var frábært og margt merkilegt sagt.

Umfjöllun um heilbrigðsimálin var mér best að skapi. Í hinum tilvikunum þótti mér helst til mikil áhersla á samkeppninsrammann, að hann væri sanngjarn þegar veruleikinn er sá að vatnið, orkan og vindurinn á að vera okkar allra en samkeppnisaðilar hvergi að koma þar nærri. Gerist það er þróunin fyrirsjáanleg þannig að auðlindirnar enda þá fyrr ne síðar í alþjóðlegum fjárfestingarklóm. 
Finnbirni, froseta ASÍ, mæltist mjög vel í sinni ræðu svo og Sonju Ýr, BSRB formanni. 
Skemmtilegt þótti mér að hitta fólk á svæðinu ekki síst minn gamla félaga og vin Grétar Þorsteinsson, fyrrum forseta ASÍ. Kom þá ljóðlína Roberts Burns upp í hugann, Hin gömlu kynni gleymast ei... 

Svo voru það nýrri vinar-kynni, reyndar komin til allmargra ára, sessunautur minn á þinginu í dag var nefnilega Gunnar Alexander Ólafsson, Ólafssonar landlæknis sem vann sér það inn að kallast landlæknir löngu eftir að hann lét af því embætti. 

Takk ASÍ fyrir góðan dag.

 

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.