HJÁ STEFNU Á AKUREYRI 1. MAÍ
Stefna, félag vinstri manna, efnir til fundar á Hótel KEA á Akureyri á morgun, 1. maí og mun þetta vera í tuttugasta skiptið sem félagið efnir slíks fundar þar enda ekki stofnað fyrr en á vordögum 1998.
Fundurinn hefst klukkan 11 og er öllum opinn, m.a. auglýstur á feisbók: https://www.facebook.com/events/1152620738253030/
Þetta er í annað skiptið sem ég flyt 1. maí ávarp hjá Stefnu á Akureyri og er það mér sérstakt ánægjuefni því til fárra félaga ber ég hlýrri hug en einmitt þessa félags og dagurinn og tilefnið er mér einnig mikils virði.
Þegar Stefna er annar vegar verður mér hugsað til míns góða vinar Baldurs Jónassonar, heitins, hagyrðings frá Húsavík, en hann var einn af stofnendum Stefnu og átti hugmyndina að svönunum sem prýða merki félagsins.