Fara í efni

HJÓLREIÐASKÁL Í HÚSDÝRAGARÐI

Hjólreiðar ogm og oddný
Hjólreiðar ogm og oddný

Í morgun skáluðum við Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í svörtu morgunkaffi í Húsdýragarðinum í Reykjavík þar sem samankominn var fjöldinn allur af hjólreiðarfólki í ásamt forráðamönnum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og fulltrúum hinna ýmsu samtaka sem láta sig hjólreiðar og útivist varða.
Tilefnið var að þarna var hleypt af stokkunum átakinu Hjólað í vinnuna og nú í ellefta sinn. Með átakinu erum við hvött til að nota reiðhjólið sem fararskjóta, ekki bara á góðviðrisdegi eins og er á höfuðboragsvæðinu í dag heldur allt árið, að nýta hjólið sem farartæki í okkar daglegu ferðum og snúningum.
Ekki sakar að hleypa keppnisanda í átakið og þannig keppa starfsmenn fyrirtækja og stofnana innbyrðis milli deilda og við aðra vinnustaði. Heilbrigð keppni um heilsubætandi aðgerð sem kostar okkur svo sáralítið. Mesti þröskuldurinn er líklega að byrja og hver veit nema þessi árlega brýning dugi jafnvel mér til að endurskoða ferðamátann. Ég lofa þó engu....
Sjá nánar: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28552
Hjólreiðar 2013