HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!
16.05.2020
Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir!
Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst halda óbreyttu ástandi og vera sem mest laus við okkur. Hvað finnst þér?
Jóhannes Gr. Jónsson
Sæll Jóhannes.
Það er rétt, ég hef verið - og er enn - hlynntur ferðamennsku og hef oft talað máli túrismans. En ég hef líka sagt að hóf sé best á öllu og segi það enn - kannski með heldur meiri þunga en áður. Þar er ég sammála þér og þeim í Barselóna og Feneyjum!
Ögmundur