Fara í efni

HÓLMSTEINN SEGI AF SÉR

Nú þegar íslenski markaðurinn er nánast hruninn og engar líkur á að hann nái sér á strik, þá er það áfellisdómur fyrir hugmyndafræði Frjálshyggjunnar. Er ekki eðlilegt að Frjálshyggjupredikarar á borð við Hannes Hólmstein, axli ábyrgð og segi af sér prófessorsembætti? Þótt markaðurinn kunni að lagast eitthvað í framtíðinni og þarafleiðandi hagur auðmanna ef þeir halda áfram að fá styrk frá fátæklingum, þá lagar það ekki þessa úreltu hugmyndafræði. Hún hefur beðið skipbrot og á ekkert erindi í akademíuna nema sem hluti af sagnfræðikennslu.
Hreinn Kárason