HORFUM LÍKA Á TÆKIFÆRIN!
Sæll Ögmundur.
Þú segir að það þurfi að skoða kaup Kínverjans Nobu á 70% hlut í Grímsstöðum á Fjöllum út frá öllum hliðum og ekki gleypa áætlanir hans hráar. Það er auðvitað fullkomlega eðilegt. En af skrifum þínum að dæma virðist þú strax hafa tekið afstöðu gegn honum áður en nokkur umræða hefur farið fram. Það les ég allavega milli línanna. Ég held að þú ættir sjálfur að skoða málið frá ólíkum hliðum og íhuga hvort í því felist ef til vill TÆKIFÆRI en ekki eingöngu ÓGN, eins og ráða má af skrifum þínum.
Með bestu kveðju,
Gunnar
PS: tengist ábúendum á Grímsstöðum ekki á nokkurn hátt
Þakka bréfið. Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem vill kaupa. Heyrum rökin. Það er hins vegar rétt hjá þér að mér finnst þrjú hundruð þúsund manna þjóð í sínu auðlindaríka landi þurfi að fara varlega þegar erlendir auðkýfingar vilja kaupa stór landsvæði.
Kv.
Ögmundur