“HOW DO YOU LIKE DYSNES?”
Þessari spurningu, hvað finnst ykkur um Dysnes, beindi einn fundarmanna að forstjóra Alcoa á fundi á Akureyri um síðustu mánaðamót ( sbr. Fréttir NFS 1.feb. sl.) Fundurinn var fyrsti kynningarfundur samráðsnefndar um álver á Norðurlandi. Engin svör fengust á fundinum en í fréttum af honum kom fram að Alcoa hygðist bíða enn í nokkrar vikur áður en yfirlýsing yrði gefin út um hvort þeir hafi áhuga á norðlensku álveri og þá hvort það muni rísa í Skagafirði, við Húsavík eða á Dysnesi við Eyjafjörð.
Næsta sem gerist í málinu er að svæðisútvarp Norðurlands upplýsir eftirfarandi hinn 14.feb.: “Alcoa tilkynnir líklega um staðarval álvers á Norðurlandi á fundi í
Nýlenduherrann kallar á sína undirsáta
Einhver nýlendubragur þykir mér yfir þessu. Það hentar Alcoa betur að fá Íslendingana til
Í framhjáhlaupi um afleiðingar stóriðjustefnunnar
Þess má geta í framhjáhlaupi, að í sama fréttatíma svæðisútvarpsins og hér er vísað til var frétt sem má rekja má beint til stóriðjustefnunnar, það er að segja stöðu krónunnar, sem öllum ber saman um að endurspegli ekki framleiðslugetu íslensks efnahagslífs, heldur ástandið í þensluþjóðfélagi þar sem óeðlilegri eftirspurn er haldið uppi eftir gjaldmiðlinum. Í fréttinni segir: ”Rekstur verksmiðju Sæplasts á Dalvík gengur vel, en staða krónunnar háir starfseminni. Þetta segir framkvæmdastjóri Promens, sem er móðurfyrirtæki Sæplastsverksmiðjanna. Afkastageta verksmiðju Sæplasts á Indlandi hefur verið aukin um helming.”
Allir flokkar nema VG með stóriðjunni
Athygli vekur að á fundum með heimamönnum nyrðra sögðu Alcoa menn jafnan að miklu máli skipti að samstaða ríkti á meðal heimamanna um stóriðjustefnuna. Þetta hefur orðið til þess að etja heimamönnum hverjum á móti öðrum og hafa stóriðjusinnar óspart vitnað til þess að allir flokkar aðrir en Vinstrihreyfingin grænt framboð styðji framkvæmdirnar. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, sagði á heimasíðu inni 7. feb. (http://www.ekg.is/blogg ) undir fyrirsögninni Stóriðjan nýtur stuðnings, að á “fundi sl. fimmtudag í Skagafirði þar sem umræðuefnið var stóriðja,” hafi þessi mál borið á góma. “Þar kom meðal annars fram í máli Gísla Gunnarssonar forseta bæjarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna að fullkomin samstaða ríkti á meðal oddvita allra framboða í sveitarfélaginu nema Vinstri grænna um stuðning við stóriðjuuppbyggingu í héraðinu. Vinstri grænir eru með öðrum orðum algjörlega einangraðir í þessu máli.”
Vissi fólk hvað það var að kjósa yfir sig?
Athyglisvert er að hér er vísað í forystu stjórnmálaflokkanna. Það má til sanns vegar færa, að VG er eina stjórnmálaaflið sem hefur beitt sér gegn stóriðjufárinu en í þágu náttúruverndar og fjölbreytni í efnahagslífi. En hvað með kjósendur almennt? Skyldu þeir allir hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að kjósa yfir sig? Gæti verið að fleiri eigi samleið með Vinstrihreyfingunni grænu framboði en reyndin varð í síðustu kosningum?