HRATT FLÝGUR STUND
Sæll Ögmundur.
Í skýrslu rannsóknanefndarinnar eru dregin út úr þjóðarsálinni einkenni sem mótað hafa hugarfarið, eða lífsskoðunina, sem leiddi til efnahagshrunsins. Því miður viraðst menn ekkert hafa lært ef marka má orð hinna háværu sem tjá sig í fjölmiðlum. En góðir hlutir gerast hægt á Íslandi, þ.e.a.s. ef ráðmenn hafa hag að þeim. Til umhugsunar eru hér settar fram þrjár spurningar. Hvaða stefnumörku er svo lýst svo í yfirlýsingu hvaða ríkisstjórnar? "Stýrihópurinn hefur unnið drög að verkefnisáætlun sem skiptist í nokkra meginþætti og fela m.a. í sér víðtækt samráð um mótun valkosta fyrir framtíðina og þau gildi sem liggja eiga til grundvallar framtíðarsýn íslensku þjóðarinnar. Þá verður sérstaklega hugað að lykilþáttum sem aukið geta samkeppnishæfni landsins."
Hvort lýsir eftirfarandi áherslu hægri stjórnar eða vinstri stjórnar? "Ríkisstjórnin hefur samþykkt að unnið verði áfram að verkáætlun um hvernig best verði lagður grunnur að ... sókn í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Verkefnið ... hefur að markmiði að Ísland skipi sér ... í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð og sönnum lífgæðum."
Hvort er hér lýst markmiðum ríkisstjórnar sem sat fyrir, eða eftir 2007?
Hafsteinn