Fara í efni

HROLLVEKJANDI FRÁSÖGN AF HLUTSKIPTI GRIKKJA!

Grísk kona 22
Grísk kona 22

Það virtist vera samdóma álit þeirra sem sóttu fundinn í Safnahúsinu í dag með þeim Zoe Konastantopoulous og Diamantis Karanastasis, sjá auglýsingu hér, að fundurinn hafi verið afar fróðlegur og upplýsandi. Morgunblaðið gerði  fundarboðinu góð skil með ítarlegu viðtali við Zoe Konastantopoulous, sjá hér, og í leiðara blaðsins í dag eru áhersluatriði hennar tekin til skoðunar, sjá hér. Til umhugsunar er hve mikilvægt það er að fjölmiðlar aðstoði við að kynna fundi af þessu tagi sem ekki njóta stuðnings annarra en þeirra sem þá sækja.

Hrollvekjandi - og ég vel orðið af yfirvegun - var að hlýða á frásögn af hlutskipti Grikkja eftir að þeir undirgengust klafa lánadrottna sinna og varðstöðu manna þeirra í forystu Evrópusambandsins. Það eitt að öll frumvörp sem gríska þingið vill lögleiða þurfi áður að hljóta samþykki lánadrottna og að nánast allar eiginir þjóðarinnar séu komnar í söluferli segir allt sem segja þarf.

Grískur talar
fundargestir
Grísk kona og ÖJ
Grísk kona stærri
Fundargestir 2
Grískur karl 2 
ÖJ og GRikkir 2