HUGSIÐ UM BÖRNIN
01.07.2012
Ég hef alltaf haldið að það væru forréttindi að vera Íslendingur. Núna er ég hinsvegar mjög sorgmædd og döpur yfir því hvernig íslensk stjórnvöld taka(ekki)á máli þriggja ungra telpna sem eiga íslenska móður. Ég er móðir og veit því hvað það er að elska börnin mín meira en allt annað í heiminum. Í öllum bænum gerið eitthvað fyrir þessar litlu saklausu telpur sem ekki hafa unnið fyrir þessu óréttlæti á nokkurn hátt. Það mun eyðileggja þær ef þær eru teknar með valdi gegn þeirra eigin vilja, burt frá því sem þeim er mikilvægast. Hugsið um telpurnar, ég bið ekki um annað. Með von um skjót viðbrögð,
Borghildur Jóna Árnadóttir,
íslenskur ríksborgari og kjósandi