Fara í efni

HUGSUM Í ÞÁGU ÞJÓÐARINNAR

Góði Ögmundur....
Ég sé undarlegan pistil á síðunni, sem kemur jú fyrir, þó vefsíðan þín sé yfirleitt afar góð, af mínum smekk!  Þessi grein er með undirskriftinni Rósa Luxumburg, en ég hélt að það glæpakvendi væri steindautt fyrir löngu!
Rósa lýsir öllum núverandi stjórnmálakerfum sem handónýtum og almenningslýðnum til ógæfu, sem ég verð að vera sammála henni um að miklu leyti, en hún nefnir þó ekki þau kerfi sem hún barðist gegn og varð henni að bana, né það kerfi sem hún barðist fyrir og hefur nú liðið undir lok með slæman orðstír, sem sé alþjóðakommúnismann.
Ég hef oft bent á að alþjóðakommúnisminn og alþjóðaauðvaldið séu tvíburar af sama meiði, og ég stend við það!  Sem sé  ( "The international capitalism which owns the banking system ´The Capital'  and is trying to establish the world order as the international communism intended ")  Þetta eru aðal genin sem tengja þessa drottnunarisma sem sé sama tegund þess fólks sem er að baki þeirra og hin alræmda alþjóðahyggja sem vill sulla öllu mannkyninu í einn graut svo hægt sé að nota það sem skynlausa  þræla í þágu alþjóða auðvaldsins! Ég vil að hver þjóð þróist sem sjálfstæð og fullvalda þjóð samkvæmt eigin menningu og kendum, og verði hver fyrir sig sérstakt blóm, vonandi fagurt blóm í blómagarði hnattarins.  Höfum samt í huga að öll blóm og jurtir eru ekki endilega falleg, sum eru illgresi, en þannig er lífið og þannig er tilveran!  Þess vegna er ég hlynntur Sameinuðu þjóðunum sem stofnun. Þó hún sé stórgölluð og byggist svo sannarlega ekki á fyrirmyndar lýðræði! 
Þessir tveir "ismar," Kapítalismin og Kommúnisminn hafa verið ráðandi í ýmsum gerðum og verið alls konar félagsskapur sem hefur reynt að nota hyggjurnar og stjórnmál yfirleitt í einkaþágu og í þágu trúmálalegs geðþótta, og svo er enn. Það er erfitt að gera upp á milli þessa þjóðfélagsmunstra, því eins og einstaklingar, eru þjóðfélagsheildir með mismunandi heildarskoðanir, þarfir, hyggjur, menningu og geðþótta! Öll stjórnmálamunstur hafa galla og eru ekki hafin yfir gagnrýni, jafnvel hið svokallaða lýðræði!
Ögmundur, það eina sem ég er sannfærður um hvað stjórnmál snertir, er að ég vil þjóð minni sjálfstæði og þjóðfrelsi! Ég vil að hún átti sig á að hún er þjóðarfjölskylda með erfð og menningu sem hún ber ábyrgð á að varðveita framar öllu. Tilveruhagsmunir hennar eru ofar öllu, því hún getur alltaf breytt stjórnmálum sínum eftir þörfum, en hún getur aldrei endurheimt tilveru sína eftir að hún er glötuð!  Okkur ber því að varðveita okkur sjálf, menningu vora og móðurmál ásamt sameign allrar þjóðarinnar á náttúruauðæfum föðurlandsins, Íslandi!
Ég tel að stjórnmál okkar eigi að vera blandað kerfi einkahyggjunnar og félagshyggjunnar, en þjóðarhagsmunir ætíð framar einkahyggju alls fólks, þannig að einkahyggjan þjóni fyrst og fremst þjóðarþörfum og nauðsynjum! Því verði öll stjórnmál allra stjórnmálamanna og stofnanna byggjast á tilveruhagsmunum Íslendinga, þjóðarþörfum og þjóðrækni!
Kær kveðja,
Úlfur