Fara í efni

HÚSFYLLIR Í ÞORLÁKSHÖFN!

Þriðji opni fundurinn í fundaröðinni Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim! var haldinn í Þorlákshöfn í dag. Fullt var út úr dyrum og taldi ég á sjötta tug fundargesta. Góður rómur var gerður að framsöguræðu Gunnars Smára Egilssonar, blaðamanns, og voru umræðuranr í kjölfarið mjög góðar og uppbyggilegar. Næst stefnum við á Ólafsvík, laugardaginn 22. febrúar, klukkan 14.
Að ofan og að neðan eru myndir frá fundinum í Þorlákshöfn. Sjá ennfremur frétt í Skessuhorni um Akranesfundinn fyrir rétt rúmri viku, laugardaginn 1. febrúar: https://skessuhorn.is/2020/02/05/husfyllir-a-fundi-um-kvotamal/?fbclid=IwAR1LxTN_HwHFx16LvEnRL1xqC0sqs9WakNmnpYRKDyYEfyxPwTEFHG4CM5s
þorlákshöfn3.JPG