HVAÐ ÆTLUM VIÐ AÐ LÁTA YFIR OKKUR GANGA?
Úr hverju er þessi þjóð búin til? Á sama tíma og ríksstjórnin talar um að lækka skatta stórfyrirtækja niður í 10% er verið að bjóða öldruðum smá mola með stig lækkun á skerðingu ellilífeyris sem taka á gildi í áföngum yfir mörg ár. Hvað er það að hafa efni á?Og á hverju hefur maður efni? Alla vegna virðist ekki vera mikill vilji til að bæta kjör þeirra sem minnst mega sin í þessu landi. Fólk sem ekki hefur efni á lyfjunum sínum, sérfræði læknisþjónustu eða sjúkraþjálfun. Landinn er orðinn svo þraut þjálfaður í að láta beygja sig og neyða í vonda aðstöðu að engum dettur í hug mótmælaganga til að reyna að stemma stigu við svona hugmyndafræði. Er eitthvað til ráða ?
Guðrún Hreinsdóttir
Þakka þér fyrir bréfið Guðrún og tek ég undir hvert einasta orð þitt. Já, hvað er til ráða? Að nota öll tækifæri sem gefast til mótmæla og síðan þegar færi gefst í kosningum að skipta um ríkisstjórn.
Með kveðju,
Ögmundur