HVAÐ ER AÐ GERAST Í ÍSLENSKUM STJÓTNMÁLUM?
21.03.2019
Þriðji Orkupakkinn er framhald á Orkupökkum eitt og tvö. Alltaf gengið lengra í markaðsvæðingarátt. Orkupakki fjögur er tilbúinn. Og það sem verið er að markaðsvæða eru orklindir og virkjanir. Á eftir markaðsvæðingu kemur einkavæðing. Þórdís orkumálaráherra hefur staðfest opinberlega að sjálfsögðu snúist þetta bara um markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar og þá kemur að minni spurningu: Ætlar VG að samþykkja þetta? Hvers vegna segir enginn VG þingmaður neitt eða borgar- eða bæjarfulltrúi eða bara einhver úr flokknum? Mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt.
Kjósandi VG í tuttugu ár!