HVAÐ ER FRÁBRUGÐIÐ MEÐ RÚV OG DANMARKS RADIO?
Birtist í Blaðinu 03.01.05
Þjóðin verður nú vitni að harla undarlegri en gamalkunnri umræðu um Ríkisútvarpið. Ekki gangi annað en búa stofnuninni breytt rekstrarumhverfi, eins og það er kallað. Menn þurfi að geta tekið skjótar ákvarðanir, það þurfi að vera sveigjanleiki í mannahaldi, auðvelt að ráða og reka. Allar gömlu lummurnar eru aftur uppi á borði, nákvæmlega sömu klisjurnar og við höfum heyrt svo oft áður, þegar verið er að þrengja að starfskjörum í nafni hagræðingar og framfara.
En er ekki merkilegt að öll fínu og flottu rökin fyrir einkavæðingu Sjónvarpsins og öll sú dökka mynd sem dregin er upp af ríkisstofnuninni RÚV skuli bara eiga við hér út í Dumbshafi, en ekki um sams konar fyrirtæki í ríkisrekstri annars staðar, t.d. í Danmörku?
Er það ekki sérstakt rannsóknarefni fyrir menntamálaráðherra hvernig á því stendur að Danmarks Radio, ríkisbatterí fjármagnað með afnotagjöldum, gat framleitt og selt til 42 Evrópulanda Matador - margverðlaunaðan þátt, eða Króníkuna, eða Taxa, eða Rejseholdet - eða það sem safnar Íslendingum fyrir framan viðtækin - sakamálaþáttinn Örninn sem fékk alþjóðleg verðlaun fyrir nokkrum mánuðum, eins og fleiri þættir, sem DR hefur framleitt?
Og hvað er það í danska ríkisrekstrinum og afnotagjöldunum sem er öðru vísi en hjá Ríkisútvarpinu? Vildi menntamálaráðherra
Metnaðarleysi ríkisstjórnar
Ætli stöðu Ríkisútvarpsins megi skýra út frá metnaðarleysi þeirra þriggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem hafa verið æðstu yfirmenn stofnunarinnar undanfarin mörg ár? Ætli stöðu RÚV megi rekja til sveltistefnu; til andstöðu ráðherranna við menningarstofnunina, andstöðu sem nú að lokum er að leiða til þess að fyrirtækinu verður, ef illa fer, breytt í einkafyrirtæki með liðsstyrk þeirra sem opnir eru í báða enda í versta skilningi þess hugtaks!
Fyrir liggur frumvarp Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Alþingi um breytingar á stjórnsýslu Ríkisútvarpsins. Þessar breytingar myndu svara kalli tímans og