Fara í efni

HVAÐ SEGJA RANNSÓKNIR?

Búsið 2
Búsið 2

Á laugardag klukkan 12 á hádegi verður opinn hádegisfundur í Iðnó þar sem tveir sérfræðingar sem sérstaklega hafa rannsakað hvaða þýðingu sölumáti á áfengi hefur á neyslu þess og síðan frekari afleiðingar.

Frummælendur eru Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur og Hlynur Davíð Löve, læknir
Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson

Um frummælendur og erindi þeirra:

Hildigunnur Ólafsdóttir er virtur fræðimaður á þessu sviði bæði hérlendis og utan landsteina. Hún hefur langa reynslu og því góða yfirsýn yfir viðfangsefnið. Hildigunnur er afbrotafræðingur, dr. philos frá Háskólanum í Osló; vann lengi við áfengisrannsóknir á geðdeild Landspítalans og var síðan sjálfstætt starfandi fræðimaður með starfsstöð í ReykjavíkurAkademíunni. Hún hefur rannsakað og birt efni á sviði áfengisrannsókna og afbrotafræði.
Heiti erindis Hildigunnar Ólafsdóttur er: Hvað segja rannsóknir um afnám einkasölu á áfengi?

Hlynur Davíð Löve,
læknir á Landspítala háskólasjúkrahúsi lauk námi frá Kaupmannahafnarháskóla á síðasta ári og fjallaði útskriftarritgerð hans um algengi, nýgengi og dánartíðni áfengistengdra sjúkdóma og lífslíkur í Danmörku, Svíþjóð og Íslandi. Í ritgerðinni var sjónum beint að löggjöf og reglum í hverju landi og hver áhrif dreifingarmátinn hefði á sölu og neyslu áfengis og tíðni áfengistengdra sjúkdóma.
Heiti erindis Hlyns Davíðs Löve er: Mynstur áfengistengdra sjúkdóma í Svíþjóð, Danmörku og Íslandi og tengsl þeirra við löggjöf.

https://www.facebook.com/events/1853109488310202/