Fara í efni

HVAÐ SKIIPTIR ATVKVÆÐAVÆGIÐ MIKLU MÁLI?

Sæll Ögmundur.
Nú styttist í kosnigar og er ég enn óákveðinn. Mig langar að vita áður en kosið er hvort það breyti miklu hvort VG fái fleiri atkvæði en Samfylkingin þegar það verður mynduð ríkisstjórn bæði málefnalega og hver fær hvaða ráðaneyti? Allavega finnst mér Samfylkingin of æst í að komast í ESB og er ég hræddur um að þau vilji flýta sér of mikið. Ég eins og þú vil ekki missa okkar dýrmæta fisk í eign manna sem eru ekki íslenskir eða fylgja ekki íslenskum lögum. Einnig langar mig að vita hvað þér finnst um 20% hugmynd Framsóknar? Þótt ég sé nú að trufla þig svona í miðri kosnigabarátu þá langar mig að vita hvað þér finnst um þessa ofurstyrki sem Sjáfstæðuflokkurinn fékk og hvort það sé hægt að fá Guðlaug Þór Þórðarson til að opna bókhaldið hjá sér ef hann neitar og hvað verður gert ef hann hefur fengið greiðslur sem eru skuggalegar? Langar að bæta við að ég er mjög ánægður með orð þín um að Sjáfstæðisflokkurinn komi ekki til greina sem flokkur sem þið mynduð mynda ríksstjórn með.
Kv.
Stefán

Þakka bréfið Stefán. Ég held að ekki eigi að skipta höfuðmáli hvor flokkurinn verður stærri ef þeir eru staðráðnir að vinna vel saman. Hugmynd Framsóknar finnst mér að eigi ekki að blása  út af borðinu fremur en neitt það sem lagt er inn í hugmyndapúkkið til bjargar heimilum. Ekki gleyma að oftekið hefur verið af skuldurum. Bókhald allra á að opna skilyrðislaust.
Kv.
Ögmundur