HVAÐ ÞYRFTI LÖNGUSKERJABRAUTIN AÐ STANDA HÁTT?
Þessa mynd tók ég á grasinu ofan við fjöruna á Ægisíðunni við Skerjafjörðinn góða. Í fjarska sæist í Löngusker ef myndin væri betri. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði að nefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Löngusker í Skerjafirði kæmu til álita sem nýr Reykjavíkurflugvöllur! Margir sjá án efa fyrir sér litla netta braut eftir Skerjafirðinum – að deilurnar um Vatnsmýrina væru þar með úr sögunni. Auðvitað er málið ekki svona einfalt. Við erum í reynd að tala um stórfellda uppfyllingu í Skerjafirðinum.
Halda menn að íbúar í grennd við sjávarsíðu Skerjafjarðar myndu taka því þegjandi þegar Skerjafjörðurinn yrði nánast malbikaður? Ég sé fyrir mér öflug íbúasamtök sem aldrei myndu láta þetta yfir sig ganga. Ef svo færi hins vegar að fjörðurinn yrði fylltur upp, malbikaður nánast stranda í milli, mætti einnig spyrja hvers vegna ekki væri byggt á hinni nýju uppfyllingu í stað þess að flytja flugvöllinn þangað til að rýma fyrir nýbyggingum í Vatnsmýri.
Ef á hinn bóginn menn telja sig geta komist af með tiltölulega litla uppfyllingu – þ.e. að segja mjóa braut við Löngusker – þurfa hinir sömu að svara því til hversu há sú braut þyrfti að vera. Okkur er sagt að sjávarborð kunni að fara hækkandi vegna hlýnunar jarðar. En jafnvel við núverandi aðstæður þekkja vegfarendur um Ægisíðuna hvernig gengur yfir hana þegar sjávargangur er mikill við Skerjafjörðinn. Er ætlunin að flugbrautin verði í fjögurra metra hæð yfir sjávarmáli, eða átta metra hæð, eða kann
En eitt veit ég. Ekki myndi ég sitja aðgerðarlaus ef menn gerðu alvöru úr því að hefjast handa um þetta dómadagsrugl.