HVAÐ VAKIR FYRIR ÞÓRÓLFI?
Hver er meining Þórólfs Matthíassonar að skrifa slíka grein í erlent fréttablað ? Ekki virðist þetta vera viðtal þar sem fréttamaður hefur samband og biður um skoðun hans heldur aðsend grein, send af einhverjum torkennilegum hvötum. Er hann að fá birta fræðigrein eftir sig sem fræðimann og prófessor í hagfræði? Við vitum jú að háskólamenn fá punkta, og þarmeð smá aukasposlu fyrir birtar fræðigreinar, en ekki get ég séð að þetta sé fræðigrein því ef hún væri slík þá ættu að koma fram kostir og gallar þess að samþykkja Icesave-samninginn og rök okkar Íslendinga ættu að vera borin saman við rök Breta og Hollendinga í þessu máli. Ekkert slíkt gat ég séð í þessarri merkilegu (eða ómerkilegu að mínu mati) grein. En hvað býr þá að baki svona skrifum? Einhliða persónuleg skoðun á máli sem þessu, þar sem öll kurl virðast langt frá vera komin til grafar, telst varla mjög fræðileg úttekt. Sé Þórólfur hinsvegar ráðinn leigupenni Samfykingarinnar til að rífa niður málstað okkar á Norðurlöndunum, sem hefur þó verið af fá vaxandi meðbyr og hljómgrunn undanfarið, tekst honum allvel upp.
Aðalstein Stefánsson