Fara í efni

,,HVALRÆÐIБ‘

Pirringur er á báða bóga
bæði tóku kodda hjal
En hjónabandi ei vilja lóga
og leyfa að drepa Hval.

Hjá vinstri Grænum erfit er
þar ekkert undan gengur
Á koppnum Katrín hreykir sér
í könnun vart mælist lengur.

Já vinátunni þið viljið halda
því vitaskuld með sömu gen
Fyrir það við fáum að gjalda
frú Katrín Siggi og Bjarni Ben.

Hér væntingar en vandamál
nú verkalýðurinn hefur
hvorki kavíar né kræsingar
næsti kjarasamningur gefur.

Þar lítið gengur liðinu hjá
leikur allt á reiðanum
Ástandið allir landsmenn sjá
Öll í vina greiðunum.

Hörmungarnar við horfum á
hægra liðið þarna ræður
Situr á koppnum Katrín smá
og kveður flokks bræður.

Með strokulaxa stöngum á
standa keikir í ánum
Og Norska laxinn flestir fá
frá sjóeldis bjánum!

Lítið gengur lötum hjá
liggur oft í fleti
Við erfiðleika einnig á
er stafa af leti.

Árans baslið alltaf hef
ágerist því miður
Lagast aðeins er ég sef
Þá er smá friður.

Hér víða baga vandamál
voru ekki að byrja
Hrella og pína hverja sál
um hvað viltu spyrja.

Vandinn stækkar verður stór
veður nú yfir landið
Víst man ég áður er illa fór
verið kát og andið.

Höf. Pétur Hraunfjörð.