Fara í efni

HVAR Á AÐ TALA VIÐ FORSETANN?

Hvar má tala við fotsetann? Ólína finnur að því að sjónvarpsviðtal við forseta Íslands skyldi fara fram í Alþingishúsinu. En í þvi húsi var embættistaka hans 1. ágúst samkvæmt venju og viðtalið tekið í beinu framhaldi af því. Hvar átti fremur að taka það? Eða á innsetningarathöfnin að fara fram annars staðar? Svo virðist sem eitthvað í framgöngu forseta hafi angrað Ólínu, nú eða áður. Væri ekki betra að hún segði það hreinskilnislega í stað þess að finna sér svona furðulegt yfirvarp?
Gunnar Stefánsson