Fara í efni

HVATT TIL UMRÆÐU UM VERKFALL HEILBRIGÐISSTÉTTA

Sæll Ögmundur.
Hefur eitthvað verið skrifað um verkfall heilbrigðisstéttanna á þinni heimasíðu?
Með bestu kveðju,
Stefán Einarsson

Sæll Stefán.
Margoft hefur verið skrifað um kjaramál heilbrigðisstarfsfólks á þessari heimasíðu, bæði af minni hálfu og annarra. Ég hef oft sagt að mér mér finnist gott heilbrigðiskerfi undirstaða farsældar í samfélaginu og að kerfið þurfi að reka þannig að starfsfólkinu finnist það búa við sanngjörn kjör.    
Þá hefur margoft verið fjallað um kjaramálin almennt af minni hálfu, og þá ekki síst kröfur Starfsgreinasambandsins og kjaramisréttið landinu.
Það er rétt það sem mér finnst liggja í þinni spurningu að öllum ber að taka þátt í þessari umræðu á styðjandi hátt nú þegar verkfallsátök fara fram. Þér er velkomið að leggja orð í belg hér á síðunni Stefán. Annars þakka ég þér fyrir hvatninguna..
Kv.,
Ögmundur