Fara í efni

HVER ÁKVEÐUR AÐ LOKA FACEBÓKARSÍÐU?



Í dálkinum Frjálsir pennar hér á heimasíðunni birtist grein eftir Unnar Bjarnason, tölvunarfræðing og fyrrum ritstjóra samfélagsmiðilsins hugi.is, sem ber titilinn: HÁTÆKNI NJÓSNAKERFIÐ “LifeLog”.

Þar segir á meðal annars: “Nýlega var íslenskri Facebooksíðu lokað án fyrirvara eða ástæðu en þar var deilt fréttum af stríðunum í Mið-Austurlöndum. Næstu fórnarlömb eru víst þau sem efast um öryggi bólusetninga. Hver næstu skotmörk verða, kemur líklega í ljós fljótlega. Slíkar aðfarir eru til þess gerðar að draga úr gagnrýnni hugsun. Einskonar ríkisskoðun skal vera sú lína sem leyfð er.”

Nú spyr ég, hver ákvað að loka þessari síðu og á hvaða forsendum var það gert?
Spyr sá sem ekki veit?

Sjá grein Unnars: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/unnar-bjarnason-hataekni-njosnakerfid-lifelog