HVER ER MILLILIÐURINN?
Sæll Ögmundur. Af hverju ekki að nálgast þetta frá rótum. Af hverju 3. orkupakkinn? Var það til þess að Evrópa, sem er með frjálsan orkumarkað lendi ekki öll undir orku Pútíns? Er þetta fyrir neytendur þar? Guðlaugur Þór lofar að þetta breyti engu fyrir Ísland og enginn sæstrengur verði lagður. Ok segjumst vera sammála honum og spyrjum á móti. En fyrir venjulegan Jón og Gunnu? Hverju breytir þetta fyrir okkur? Mun rafmagnsverð hækka þegar ég kaupi rafmagn af Engeyingum? Hefur rafmagnsverð hækkað á neytendur síðustu 4 ár langt umfram kaupmátt? það er að segja kw stund? Er það til að plata fram hækkunina? Fela hana? Er venjulegur jón að borga meira fyrir að kvejkja á perunni núna og hvert fer sá peningur? Hver á orkuna núna? við? rjkið? Einkaaðili? Hvaða einkafyrirtæki eru komin á orkumarkað? Íslensk orkufyrirtæki? Orkan okkar mun lenda í höndum vina Guðlaugs og svo útlendinga. Ekki gleyma milliliðnum? Rannsaka milliliðinn. Hvaða fyrirtæki eru þetta?
Þórður