Fara í efni

HVER ERU HIN HAMINGJUSÖMU?


Parið á myndinni ber það með sér að það er hamingjusamt – sennilega léttölvað eftir fjöruga næturstund. Ástin leynir sér ekki, það liggur við að maður heyri heit hjörtun slá í takt. Sjálfum finnst mér ég kannast við baksvipinn. Ekki síst á herramanninum. Hann er augsýnilega ánægður með sig, berfættur á flottum jakka. Hún er líka glöð en svoldið þreytt. Sennilega nýgift mær – eða í þann mund að ganga í hnapphelduna. Með berfætta prinsinum sínum. Mér finnst megi ráða af holningunni að þessi skötuhjú hafi verið í góðu teiti og séu á leið á ströndina að kæla sig. Leitt til þess að hugsa hve mörg ástarævintýri enda illa. Við vonum að allt gangi að óskum hjá þessum. En hver skyldu þau vera? Ég set fram mína tilgátu á leiðarasíðu Fréttablaðsins á þriðjudag. Ég hvet lesendur síðunnar ogmundur.is til að koma með tilgátur um hvert hið hamingjusama par raunverulega er.