Hver vill eyðileggja SPRON?
Ég er sannfærður um að ástæðan fyrir því að til stendur að umbylta SPRON, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er fyrst og fremst sprottin af ágengni nokkurra stofnfjárfesta sem sjá fram á að geta hagnast vel á sölu bréfa sinna. Stjórnarmenn í SPRON hafa eflaust talið að fyrr eða síðar myndu þessir aðilar fá sínu framgengt, taka sjóðinn yfir og þvinga þessa sölu fram. Þar er sennilega komin skýrinign á því að þeir létu til leiðast að lofa því að samþykkja að SPORON yrði breytt í hlutafélag á komandi ári og með þeim hætti komist framhjá lögunum um fjármálafyrirtæki en breytingar sem gerðar voru á þeim lagabálik fyrir rúmu ári var einmitt ætlað að girða fyrir að braskað yrði með stofnfjárhluti. Menn skulu samt ekki gefa sér niðurstöðuna fyrirfram. Þessu máli er ekki lokið! Alþingi á eftir að fara í saumana á því, Efnahags- og viðskiptanefnd hefur þegar verið boðuð saman til fundar að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og sýnist mér á viðbrögðum að þverpólitísk samstaða gæti myndast um þetta mál. Þá er deginum ljósara, að almennt er mikill vilji til þess í þjóðfélaginu að standa vörð um sparisjóðina. Þess vegna segi ég, spyrjum að leikslokum!
Hér er að finna nokkra linka í þingmál sem tengjast SPRON umræðunni frá síðasta ári:
Frv. til laga um fjármálafyrirtæki frá 128. þingi. - sjá 70. gr. og athugasemdir við hana - þar er gerð grein fyrir aðdraganda málsins og efni greinarinnar.
http://www.althingi.is/altext/128/s/0218.html
Minni hlutaál. ÖJ við frv. um fjármálafyrirtæki.
http://www.althingi.is/altext/128/s/0635.html
Linkar á öll þingskjöl v. frv. um fjármálafyrirtæki.
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=128&mnr=215
Frv. sem VG flutti í tengslum við málið:
Frv. frá 126. þingi um heimild til að breyta sparisjóðum í hlutafélög.