HVERJIR FÓRU Á HAUSINN?
04.01.2012
Ögmundur.
"Í nóvember 2011 voru 115 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 101 fyrirtæki í nóvember 2010. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í Fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fyrstu 11 mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 1.432 sem er um 63% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 877 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta." (Frétt frá Hagstofunni í dag).
Ætli þetta séu eins manns félög eða tveggja, einkahlutafélög eða sameignar, sem stofnað er til og sem rekin eru m.t.t. skattaumhverfis eða kostanna við að gera fyrirtæki gjaldþrota? Þessu þyrfti Hagstofan líka að svara.
bkv.
Stefán