Fara í efni

HVERNIG ÉG MYNDI EINKAVÆÐA RAFORKUKERFIÐ


Birtist í Morgunblaðinu 15.05.19.
Að uppistöðu til eru orku­lind­ir og orku­fyr­ir­tæki í al­manna­eign á Íslandi. Við njót­um þess­ara eigna í lágu verðlagi sam­an borið við það sem ann­ars staðar ger­ist og við get­um haft bein áhrif á hvernig með þess­ar eign­ir okk­ar er farið, ein­fald­lega vegna þess að þetta eru okk­ar eign­ir. Fyr­ir vikið er einka­væðing á þessu sviði óvin­sæl.

Fari sér hægt

Fyrsta ráðlegg­ing mín væri því að menn færu sér hægt við að koma eign­ar­hald­inu í hend­ur fjár­festa, kom­ist með öðrum orðum á enda­stöð í nokkr­um skref­um, helst svo smá­um að hvert skref virðist mein­laust. Þannig megi venja fólk við til­hugs­un­ina um að fjár­fest­ar hagn­ist á raf­magns­reikn­ing­um heim­ila og fyr­ir­tækja. Þetta ráð er í góðu sam­ræmi við ráðlegg­ingu dr. Piries sem hingað kom und­ir lok ald­ar­inn­ar sem leið í boði Versl­un­ar­ráðs að ráðleggja um einka­væðingu á grunn­innviðum sam­fé­lags­ins.

Staðhæfa að markaðsvæðing sé góð!

Önnur ráðlegg­ing væri að halda því stíft að fólki að markaðsvæðingu fylgi sjálf­krafa bætt kjör neyt­enda. Það verður að ját­ast að á Íslandi gæti þetta reynst erfitt verk­efni ein­fald­lega vegna þess að raf­magnsverð er lægra hér en ger­ist víðast hvar ann­ars staðar og lík­legt að sam­teng­ing við aðra markaði myndi leiða til hækk­un­ar á raf­orku­verði hér. Sú áhætta væri því fyr­ir hendi að neyt­enda­sam­tök litu á það sem skyldu sína að forða okk­ur frá þess­ari kerf­is­breyt­ingu.

Búa til sam­keppnisein­ing­ar óháðar stjórn­völd­um

Þriðja ráðlegg­ing væri sú, og hún lýt­ur beint að fram­kvæmd­inni, að búta niður all­an rekst­ur sem ætl­un­in er að markaðsvæða niður í sam­keppn­is­hæf­ar ein­ing­ar, af­tengja jafn­framt aðkomu stjórn­mál­anna en fela þess í stað stofn­un­um markaðskerf­is­ins, sam­keppn­is- og neyt­enda­eft­ir­liti, um­sjón og boðvald um að hvergi væri hallað á lög­mál fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Þetta skref myndi ég líta á sem for­sendu þess að ger­legt væri einka­væða kerfið að fullu.

Ekk­ert kem­ur á óvart nema VG

Þetta er ekki frum­leg hugs­un af minni hálfu því ná­kvæm­lega þess­um ráðum hef­ur Evr­ópu­sam­bandið og svo, því miður, rík­is­stjórn Íslands fylgt. Þetta verður auglóst þegar fram­vind­an er gaum­gæfð. Þar kem­ur ekk­ert á óvart nema að ekki hefði ég trúað því að óreyndu að Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð væri kom­in á þann stað sem hún er nú! Menn hljóta að spyrja hvort til standi að breyta nafn­inu í Hreyf­ing­in, fram­boð? Þá þyrfti líka að breyta skamm­stöf­un­inni á heiti flokks­ins til sam­ræm­is.

Farið hægt í sak­irn­ar

En lít­um á hvernig til hef­ur tek­ist. Ákvörðun um markaðsvæðingu raf­orkunn­ar var af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins tek­in um miðjan tí­unda ára­tug­inn. Þá var afráðið að færa ork­una und­ir „fjór­frelsi“ markaðar­ins, þ.e. frjálst flæði fjár­magns, vöru, þjón­ustu og vinnu­afls. Þannig að þar á bæ kusu menn hæga­gang.

Áróður í eina átt

Hæga­gang­ur á þó ekki við hvað áróður­inn áhrær­ir og minn­ist ég margra er­ind­reka sem komu hingað til lands til að sann­færa okk­ur um ávinn­ing af sam­keppni á þessu sviði, hann ætti bara eft­ir að skila sér sögðu þeir þegar bent var á að ekki færu sam­an veru­leik­inn og staðhæf­ing­ar þeirra.

Ég ráðlegg les­end­um að skoða vef Stjórn­ar­ráðs Íslands þar sem þess­ari teg­und áróðurs er gefið vægi. Þar eru kost­ir markaðskerf­is­ins tí­undaðir sam­kvæmt kenn­ingu frem­ur en veru­leika og þegar ráðherr­ar hafa ekki getað horft fram hjá því að upp­skipt­ing kerf­is­ins á sín­um tíma hafi verið kostnaðar­söm fyr­ir not­end­ur eins og nær öll ís­lensku orku­fyr­ir­tæk­in höfðu varað við, þá er okk­ur boðið upp þá trakt­er­ingu að „sölu­hluti“ raf­orku­reikn­ings­ins hefði ekki hækkað! Við hins veg­ar flest, hygg ég, höf­um spurt um það eitt hve mikið okk­ur væri ætlað að borga!

Og hvert erum við svo kom­in?

Fyrstu tvö skref­in, sem menn kalla nú „pakka“, gengu út á að búta kerfið þannig niður að hægt væri að reka það sem viðskipta­ein­ing­ar en ekki fyrst og fremst op­in­ber­ar þjón­ustu­ein­ing­ar. Þetta var samþykkt hér á landi í orkupökk­um eitt og tvö. Í orkupakka þrjú er síðan gengið lengra í að sam­hæfa kerfið í markaðsvæddu sam­keppn­is­um­hverfi. Það er fært nær „fjór­frels­inu“ svo­kallaða, frjálsu flæði fjár­magns, vöru, þjón­ustu og vinnu­afls og skorið á nafla­streng­inn við sam­fé­lagið sem eig­anda. Allt traust eiga menn nú að leggja á neyt­enda­sam­tök og sam­keppnis­eft­ir­lit. Í fjórða pakka mun Evr­ópu­markaði verða skipt upp í svæði óháð landa­mær­um ríkja.

Menn deila ekki um leiðarlok

Menn hafa deilt um inni­hald hvers pakka en varla geta menn deilt um hvert veg­ferðinni er heitið. Það hef­ur alltaf legið beint við. Fyrst var um að ræða kröfu um bók­halds­lega aðgrein­ingu á fram­leiðslu, dreif­ingu og sölu. Síðan kom krafa um að eign­ar­haldi yrði einnig skipt upp. Þar fengu Íslend­ing­ar und­anþágu sem kunn­ugt er varðandi eign­ar­hald á Landsneti sem hér á landi hef­ur verið í eign Lands­virkj­un­ar, Rarik, OR og Orku­bús Vestjarða.

Markaðsvæðing og einka­væðing auðvelduð

En þrátt fyr­ir und­anþágu er rík­is­stjórn­in að und­ir­búa aðgrein­ingu á eign­ar­hald­inu á milli fram­leiðenda og flutn­ingsaðila, að orku­fram­leiðend­ur eigi þar ekki hluti eins og nú er. Boðað hef­ur verið að skatt­greiðend­ur leysi þá út. Hvers vegna?
Nær­tækt svar er að þá nálg­umst við bet­ur forskrift Evr­ópu­sam­bands­ins um raf­orku­markað en auk þess yrði nú auðveld­ara að búta Lands­virkj­un niður eins og sam­keppn­isaðilar hafa þegar viðrað og selja að því búnu bút­ana.

Hvernig sefa má sam­fé­lagið

En hvernig á að bregðast við and­ófi? Hvernig yrði best staðið að því að friða sam­fé­lag sem aug­ljós­lega stefn­ir inn í hærra verðlags­um­hverfi með sam­teng­ingu sem fjár­fest­ar róa öll­um árum að? Það má nátt­úr­lega byrja á því að segja að ekki standi til að sam­ein­ast stærri markaði. Það má líka reyna að segja að fram­lag Íslend­inga með hreinni orku inn á stærri raf­orku­markað en hér er, sé göf­ug fórn í anda loft­lags­mark­miða; svo má stofna þjóðarsjóð með nýj­um ákvæðum í stjórn­ar­skrá sem kveði á um að af ork­unni sem öðrum auðlind­um sem gefa arð skuli tekið gjald sem renni til sam­fé­lags­ins. Þetta var aug­lýst um dag­inn og aug­ljós­lega ætlað inn í umræðuna um markaðsvæðingu ork­unn­ar. Og síðan má nátt­úr­lega segja að all­ir þeir sem ekki fylgi þess­ari hugs­un, séu gaml­ir og úr­elt­ir, hafi sagt eitt­hvað allt annað í gær, séu á móti alþjóðlegu sam­starfi eða skilji ekki málið.

Hver svari fyr­ir sig

Ekk­ert af þessu er þó rétt. Það eru ein­fald­lega deild­ar mein­ing­ar um ágæti einka­væðing­ar. Hvað mig sjálf­an snert­ir hef ég alla mína starfsævi tekið þátt í alþjóðlegu sam­starfi og verið því hlynnt­ur, ég tel mig skilja markaðsvæðing­una enda fylgst náið með umræðu um hana á fjölþjóðleg­um vett­vangi verka­lýðshreyf­ing­ar og stjórn­mála í ára­tugi. Á þess­um vett­vangi hef ég tekið virk­an þátt í bar­átt­unni gegn einka­væðingu grunnþjón­ust­unn­ar.
Vissu­lega má til sanns veg­ar færa að ein­hverj­ir þeirra sem áður voru með markaðsvæðingu séu nú á móti. En er það ekki virðing­ar­vert að skipta um skoðun þegar veru­leik­inn reyn­ist ann­ar en menn ætluðu?

Gam­alt fólk og ungt

Og hvað hinn skelfi­lega glæp áhrær­ir að eld­ast með ár­un­um þá skal ég játa að með aldr­in­um hef­ur ekki dregið úr and­stöðu minni við einka­væðingu grunnþjón­ustu. Ég hef leyft mér að skýra það í ljósi þeirr­ar reynslu sem einka­væðing­in hef­ur fært okk­ur, óhag­kvæm­ara kerfi með rán­dýr­um milliliðum sem maka krók­inn á kostnað sam­fé­lags­ins. Varla eru það elli­glöp að koma auga á þetta?
Auðvitað á ekki að láta of­látunga á fjöl­miðlum eða Alþingi kom­ast upp með að þagga niður umræðu með því að gera lítið úr fólki vegna ald­urs.
Þar fyr­ir utan get­ur það varla tal­ist rétt að horfa fram­hjá öllu unga fólk­inu sem vill að ork­an sé okk­ar.