Fara í efni

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri.
Hvers vegna ekki í öðrum málum?
Hvers vegna ekki í öllum málum?
Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara vindmyllurnar í gagnið og fjórða orkupakkann.
Ég trúi ekki öðru en að með sameiningu flokka mætti ná fram sparnaði, minna þyrfti að rífast til að réttlæta flokkaskiptinguna og allt yrði vinsamlegra á þessum vinnustað sem þráir að losna við allan ágreining þótt við hin héldum að vinnustaðurinn hefði einmitt verið settur á laggirnar til að vera vettvangur umræðu og, eftir atvikum, átaka um póltísk ágreinnigsefni.
Jóhannes Gr. Jónsson