Í eldhúsi
27.05.2004
Sæll Ögmundur.
Ef marka má Fréttablaðið þá fóru eldhúsdagsumræður fram á þennan hátt:
Stjórnin flækti málin mest,
mjög varð Halldór fyrir tjóni,
Steingrímur þar stóð sig best
en steypan rann úr Sigurjóni.
Með vinarkveðju,
Kristján Hreinsson
Þakka þér Kristján skemmtilega vísu eins og fyrri daginn. Þó verð ég að segja að ekki skrifa égúpp á þá einkunnagjöf JC að Sigurjón Þórðarson hafi staðið sig illa í Eldhúsdeginum. Mér fannst hann einmitt ágætur.
Kveðja,
Ögmundur