Fara í efni

Í MINNINGU KARLS SIGURBJÖRNSSONAR

Í dag fór fram útför Karls Sigurbjörnssonar biskups. Athöfnin verður eftirminnileg, innihaldsrík og tónlist eins og best gerist.

Karls Sigurbjörnssonar minnist ég með hlýhug. Ég gegndi embætti innanríkisráðherra - og þar með ráðherra kirkjumála - síðustu tvö ár hans í embætti biskups.
Þegar Karl lét af embætti var honum haldið kveðjuhóf í Þjóðmenningarhúsinu og flutti ég af því tilefni ávarp honum til heiðurs.

Ávarpsorð mín frá því í júlí árið 2012 rifja ég nú upp og vil gera þau að minningarkveðju til míns góða vinar um leið og ég færi fjölskyldu hans innilegar samúðarkevðjur: https://www.ogmundur.is/is/greinar/frafarandi-biskup-islands-heidradur

Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.