Fara í efni

Í ÞÁGU ALÞÝÐU ÞESSA LANDS!

Sæll.
Mikið er gott að heyra að sá flokkur sem ég hef kosið undarfarnar kosningar sé loksins farinn að sjá að það þurfi að taka á skuldamálum heimilanna svona almennt. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eru komnir á stjá til að tilkynna okkur um þá skerðingu sem við verðum fyrir ef að við fáum til baka það sem stolið var af okkur í hruninu sem að allavega hluti lífeyrissjóðanna tók þátt í.
Á mínu heimili þá hækkaði höfuðstóll lánanna um 3 miljónir umfram meðaltal áranna á undan og ég vil vita hvort ég eigi bara að greiða þetta með bros á vör á sama tíma og Halldór Ásgrímsson fær felldar niður skuldir uppá 2.700 miljónir og Jóhannes í Bónus fær 114 miljónir fyrir að hætta í fyrirtæki sem búið var að taka af honum og ég varð ekki var við að bankastjóri Arion banka þætti þetta of mikið. Ef að þið sem nú stjórnið landinu ætlið að standa undir nafni sem vinstri stjórn þá þurfið þið að hífa upp um ykkur buxurnar og fara að vinna fyrir fólkið í landinu.
Ríkið á 80% í einum banka og það þarf að finna kjark til að beita honum á réttan hátt fyrir alþýðu þessa lands en ekki bara auðvaldið sem ég hélt að við vinstri menn værum að vinna gegn. Hafðu það svo alltaf sem best.
Kveðja,
Viðar Magnússon