ÍHÖLDIN AÐ VESTAN...
Nú er svo, að ég hef verið sótsvart íhald frá unga aldri, svo svert, að viðurnefni mitt hefur oft á tíðum verið í þá veru og kunni ég því vel. Nú er sú skrítna tíð uppi hjá okkur íhaldsmönnunum, að vargur er í véum okkar. Ódó það er svonefndir Nýfrjálshyggju menn, hvað svo sem það annars þýðir. Ekkert stoðar að leyfa þeim að eignast minn elskaða Flokk og mun ég berjast innan hans svo lengi sem hönd getur á penna haldið og rómur úr barka komið. Margur vinur minn, hefur yfirgefið Flokkinn og er þar allmargra prýðismanna að minnast. Addi Kitta Gau, Matti Bjarna og svo gengur listinn. Þessir sem nú vanvirða Vé mín eru sem ,,endurskoðunarsinnarnir" í ykkar herbúðum forðum, óþægilegt að verja gerðir og skoðanir þeirra, því í mörgu eru þær úr takti við þjóðarsál okkar, --þökk sé almáttkum Guði. Öngvan vegin er svo að skilja, að meirihluti sé innan okkar raða um áherslur sumar. Kvótakerfið er fengið í arf frá Krötum, á borð við Norðdal og Gylda Þ. Þeir sátu og hugsuðu út hvernig mætti koma þessu í Kerfi, sem síðar gæti orðið burokratískt. Eins er með Ólafslögin, þau eru skilgetið afkvæmi og sona hans að ógleymdum Seðlabankastjórum þá tíðar. Er nú svo komið, að þjóðholl öfl eru einna helst að finna meðal gamalla íhaldsmanna á pari við mig og ukkur þarna í Kommúnistaflokknum, sem breytt hefur um nafn oftar en Kynslóðaskiptin eru í stjórnun. Hitt er svo umhugsunarefni nokkuð, að þeir sem segjast þjóðhollir eru á móti virkjunum og verklegum framkvæmdum, sem áður voru talin til framdráttar fátæku fólki og til að auka og efla dáð þeirra, hvar sem þeir annars kunnu að búa. Nú mega öngvir hreyfa þúfu, (ef hún er á tilteknum svæðum Eyjaförðurinn undanþeginn samanber hugmyndir um gat yfir í Vaglaskóg) öðruvísi en flokksmenn þínir verði snar vitlausir og nánast froðufelli af heilagri reiði náttúruverndarsinna. Beljandi allir í kór ,,Er sælt að vera fátækur elsku Dísa mín" rómantíkk skorts og vanlíðan. Fyrirgefðu en ég vildi svona heilsa að vestfirskum sið og þakka þér skemmtileg skrif og á stundum furðulega lík og lífskoðun mín liggur til. Svona erum við íhöldin, að vestan, þú þekktir hann Einar minn Odd, dverghagur í framleiðslu og smíði góðra mála fyrir land og þjóð.
Með virðing
Miðbæjaríhaldið