Fara í efni

Illa farið með valdið

Ég get ekki orða bundist. Þegar Björn Bjarnason réð Ólaf Börk við Hæstarétt þótti mörgum illa farið með valdið. Er það ekki að sýna sig núna? Getum við treyst Hæstarétti héðan í frá?
Heiðrún Janusardóttir

Heil og sæl og þakka þér fyrir bréfið. Það er ljóst að taka þarf allt ráðningarferlið í stöðuveitingar í lykilembætti til gagngerrar endurskoðunar. VG flutti á sínum tíma þingmál um að skipan hæstaréttardómara skuli hljóta stuðning aukins meirhluta á Alþingi. það myndi tryggja breiða samstöðu um skipanina. Í Bandaríkjunum þarf þingið að leggja blessun sína yfir skipun í Hæstarétt. Hitt er svo aftur spurning hvort það er nokkur trygging fyrir því að einstaklingur, sem er þögull og áreitir ekki umhverfi sitt svo séð verður, sé ekki skaðlegur þegar á hólminn er komið, jafnvel skaðlegri en hinn sem aldrei fer í launkofa með skoðanir sínar. Hitt tel ég þó brýnt að aftengja pólitískt ráðningarvald hæstaréttardómara en það gerðist ef aukinn meirihluti á þingi yrði að veita samþykki sitt.
Kveðja,
Ögmundur