Fara í efni

INHALE BALTASARS KORMÁKS

Sá  frumsýningu myndar Baltasars Kormáks, INHALE, um nýliðna helgi. Myndin fjallar um verslun með líffæri og ýmis siðferðileg mál sem henni tengjast. Myndin verður frumsýnd vestanhafs á morgun samkvæmt fréttum en gagnrýnendur er þegar farnir að fella dóma, í blöðum og á vefsíðum sbr. http://visir.is/inhale-faer-gridarlega-blendnar-vidtokur-i-bandarikjunum/article/2010148964938
Dómur þessarar vefsíðu er jákvæður. Í fyrri hlutanum hafði ég efasemdir um að ég myndi hafa af að horfa á myndina til enda svo mjög kveið ég framvindu hennar! Var líka með efasemdir um sitt hvað í myndinni. Þær efasemdir hurfu smám saman og var ég orðinn sáttur - og reyndar bærilega ánægður - í myndarlok.
Myndin vakti mig til umhugsunar um veruleika sem ég hafði hugboð um en er mér nálægari eftir að sjá þessa mynd. Sögusviðið var í Bandaríkjunum og Mexíkó. Að sögn er verslun með líffæri að færast í aukana. Við þurfum að halda vöku okkar. Sums staðar er mikið af líffærum og lítið af peningum. Annars staðar er lítið af líffærum og mikið af peningum. Þarna skapast viðskiptatækifæri. Eða hvað? INHALE vekur áleitna spurnnigu.
Bestu þakkir fyrir magnaða mynd.