Fara í efni

ISIS OG .IS Í BYLGJUBÍTIÐ

Bylgjan - í bítið 989
Bylgjan - í bítið 989

Við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, ræddum í morgunþætti Bylgjunnar, þá staðreynd að ofbeldissamtökin ISIS sem nú ofsækja fólk í Írak og Sýrlandi, hefðu skráð upplýsinga- og áróðurssíðu sína á Íslandsnetinu .is.
Í þættinum minnti ég á að Íslandslénið sé hluti af innviðum samfélagsins og eðlilegt að þeir sem vilja nýta sér það, tengist okkar samfélagi  á ótvíræðan hátt.
Á þessu eru hins vegar hliðar sem nauðsynlegt er að ræða og varða tjáningarfrelsið. Sú umræða er löngu tímabær og verður þetta tilefni vonandi til að örva hana. Við ræddum ýmis álitamál þessu tengd í útvarpsþættinum í morgun: 
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP30393