ÍSLAND Í ÚTLÖNDUM
11.10.2009
Aldrei hef ég verið í eins mörgum viðtölum við erlenda fjölmiðla og á undanförnum dögum - í kjölfar afsagnar minnar úr ríkisstjórn. Þótt ýmsum áhugamönnum um átakalaus stjórnmál hafi ekki orðið svefnsamt vegna væringa sem tengjast afsögninni þá leyfi ég mér að fullyrða að viðtöl við íslenska stjórnmálamenn í erlendum fjölmiðlum eru málstað Íslands til góðs. Þannig get ég huggað mig við að ég kunni að hafa lagt eitthvað gott af mörkum undanfarna daga utan heilbrigðisráðuneytisins.
Því miður höfum við ekki lagt nægilega rækt við kynningu á málstað Íslands erlendis - og fer því reyndar mjög fjarri að svo hafi verið gert. Þetta hefur svo aftur stórlega veikt samningsstöðu Íslands gagnvart lánadrottnum okkar.
Sem dæmi um vefmiðil sem milljónir heimsækja er vefmiðill breska útvarpsins BBC en þar birtist í dag grein þar sem m.a. er vísað í mín ummæli og Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands: http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/8298566.stm