Íslandsbanki fær prik
11.11.2004
Stöð 2 vakti athygli á því fyrir fáeinum dögum að Íslandsbanki krefðist þvagsýna og lífsýna af fólki sem sæktist eftir tilteknum lánveitingum hjá bankanum! Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 tók ég málið upp á Alþingi og varð af þessu frekari umræða í þjóðfélaginu. Þetta leiddi síðan til þess að Íslandsbanki tók málið til endurskoðunar, átti fund með fulltrúum Öryrkjabandalagsins um málið, og var nú gefin út yfirlýsing að ofangreind skilyrði yrðu ekki sett fyrir lánveitingunum. Af þessu má draga eftirfarandi lærdóma: Þjóðfélagsumræða er til góðs og að fjármálastofnunum er ekki alls varnað! Íslandsbanki fær prik.
sjá fyrri grein: hér