Íslendingar beiti sér gegn mannréttindabrotum Bandaríkjamanna í Guantanamo
Frá fréttamannafundi þar sem áskorunin var kynnt. Á myndinni eru Bjarni Magnússon frá Deiglunni, Huginn Þorsteinsson frá Múrnum, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Mynd Bára.
Í áskoruninni segir:
Við undirrituð skorum á ríkisstjórn Íslands að koma mótmælum á framfæri með formlegum hætti við ríkisstjórn Bandaríkjanna vegna þeirra mannréttindabrota sem nú viðgangast í herstöðinni við Guantanamo flóa á Kúbu. Jafnframt skorum við á ríkisstjórn Íslands að fara fram á að Bandaríkin:
- annað hvort ákæri fangana í Guantanamo herstöðinni fyrir brot á lögum og venjum um vopnuð átök eða glæpi sem bandarískir dómstólar hafi lögsögu yfir og færi þá fyrir dómstóla innan skynsamlegs tímaramma, ellegar sleppi þeim úr haldi og geri þeim frjálst að snúa til síns heima kjósi þeir svo;
- tryggi að fangarnir í Guantanamo herstöðinni njóti mannúðlegrar meðferðar.
Einnig förum við fram á að ríkisstjórn Íslands ítreki í þessu sambandi andstöðu sína við dauðarefsingar.
Sjá nánari frásögn af fréttamannafundinum og greinargerð um ástandið í herstöðinni í Guantanamo á heimasíðu