Fara í efni

Íslendingar hluti af hernámsliði í Afganistan

Sæll Ögmundur.

 

Vil benda á viðt.bls.11. Mbl.í gær , 8.júní við Halldór Ásgrímsson.

"Friðargæsla"er nú tískuheiti á hernámi- m.a.segjast Bandaríkjamenn stunda  "friðargæslu" í Írak frá innrásardögum. Sharon stundar líka "friðargæslu" í Palestínu.

Ísland stundar nú "friðargæslu" í Afganistan !
Íslenska liðsveit NATO í Afganistan er herklædd, vopnuð,

lýtur heraga,starfar undir yfirstjórnstjórn NATOherforingja

og er á vettvangi skráð til hernaðarstarfa.
Utanríkisráðherra reynir nú að breyta almennum málskilningi Íslendinga með því að afneita því að íslenska liðsveitin í Afganistan sé hluti af hernámsliði þessa ósjálfráða landsvæðis í Asíu.
Hann talar í þessu sambandi um Ísland,sem herlaust,hlutlaust land

þegar málið snýr að beinni þáttöku íslenskrar liðsveitar,sem skráð

er til beinnar þáttöku í hernaðaraðgerðum NATO í Afganistan. Með

miklum vandræðum reynir Halldór að flokka þetta til "vopnlausrar

friðargæslu"-en íslenska liðssveitin er samt nú órjúfanlegur hluti

af gríðarlegri hernaðarvél Bandaríkjamanna og NATO í Afganistan.
 Almenningur er lygunum vanur og ætti að átta sig á dellu ráðherrans.

Samt er það svo,sem Halldór veit,að dropinn molar steinninn. Hann reynir

að skapa ringlureið í hugum fólks. Rétt er því að skýra málin og leiðrétta

ranga notkun þessa stríðsráðherra á hugtökum.
Baldur