Fara í efni

HVER VAR AÐDRAGAND-INN AÐ HRUNI BANKA-KERFISINS?

Hér eru nokkur stikkorð sem segja meira en langar ræður um glæsilega samninga og bjarta framtíð.

1. Spillt bankakerfi.
2. EES samningurinn.
3. Eftirlitsstofnanir brugðust.
4. Endurskoðendur brugðust.
5. Innra eftirlit brást.
6. Spillt Alþingi, stjórnvöld og opinber stjórnsýsla

Þetta nýttu „útrásarhetjurnar okkar" með aðstoð bankakerfisins og nú er ríkisstjórnin að endurreisa þetta gangverk í enn verri mynd.

HVAÐ ER RÍKISSTJÓRNIN AÐ GERA Í MÁLINU?
Hún er að endurreisa gamla kerfið m.a. með því að einkavæða bankana og færa þá m.a. í hendur vogunarsjóða sem er stórfurðulegt hættuspil.  Það má leiða að því sterk rök að ríkisstjórnin sé að endurreisa enn verra bankakerfi en það sem brást okkur.

Ríkisstjórnin nálgast Hrunið nánast einungis sem hagfræðilegt málefni og flest á að skýrast með hagtölum einum saman, en Hrunið er í eðli sínu víðtækt þjóðfélagsmál, þar sem vegið er að sjálfri þjóðfélagsgerðinni.  Það er allt undir.
Þessi augnablikin reynir e.t.v. mest á stjórnsýsluna.  Ég leyfi mér að kalla Hrunið hegðunarvandmál sem ekki er verið að taka á. Það þarf að takast á við Hrunið með það i huga, en ekki með þröngt sjónarhorn AGS, vogunarsjóða og samningsaðila sem beita okkur valdi.

Ríkisstjórnin er að ganga hagsmuna þeirra sem vilja „business as usual". Það stendur ekki til að gera nauðsynlegar grundvallarendurbætur á þeim þjóðfélagsstofnunum sem brugðust. Það er ekki með markvissum hætti verið að ráðast að rótum vandans.

Kv.
Jóhann Gunnar Ásgrímsson