Fara í efni

JÓL Á GAZA

Gleðilegt árið Ögmundur.
Takk fyrir að vera þú og passaðu þig á myrkrinu eins og Jónas segir. Listamenn eiga ekki að þvælast fyrir alvöru fólki á alvörutímum sem þessum. En samt ... Mig langar að biðja þig um að birta þetta ljóð mitt á þínum fjölsótta vettvangi. Held að það eigi erindi til fleiri en örfárra sálna. Gerði fyrsta uppkast í gær og lauk þessu svo í dag.

Jól á Gaza 2008

Nýliðin jól,
hátíð friðar,
hátíð gleði,
hátíð frelsarans.
Lofið börnunum að koma til mín,
sagði sá besti,
barnavinurinn,
í jólaávarpi,
frá hásæti himnanna heiðbláu.
Hin útvalda þjóð,
beið ekki boðanna,
hélt blóðrauð jól og fagnaði nýári,
með brennandi fosfóri.
Bíða í biðröð,
börnin í örtröð,
við borðið hjá Pétri,
þjónustufulltrúa.
-  Það gengur hratt á vængina. 

Bestu kveðjur,
Jóhann Frímann Gunnarsson,
netfang himinn7simnet.is. Birt með ágætri englamynd þann 15.1. á: http://jgfreemaninternational.blog.is