Jón Kristjánsson skipar bráðanefnd
Hlutskipti þjóðarinnar er ekki beint öfundsvert þessa dagana. Hún situr uppi með ríkisstjórn sem virðist vinna flest sín verk á handarbakinu. Svo er hert að Landspítala – háskólasjúkrahúsi, að samtök sjúklinga og verkalýðshreyfingar sjá ástæðu til að taka höndum saman til varnar sjúkrahúsinu. Fulltrúar þessarar breiðfylkingar ganga á fund ríkisstjórnarinnar og fara fram á að hún endurskoði ákvarðanir sínar. Forsætisráðherra segir ekkert slíkt koma til greina. Um það lásum við í Morgunblaðinu í dag. Þannig að áfram þarf
Hvernig fara menn að því í Stjórnarráði Íslands að réttlæta það fyrir sjálfum sér að grípa til ráðstafana sem valda eyðileggingu og koma síðan fram í fjölmiðlum og skýra frá því að skipuð hafi verið nefnd, sem eigi að gera tillögur um hvernig bæta megi skaðann? Ég hef grun um að sökudólgurinn í þessu máli sé ekki núverandi heilbrigðisráðherra. Mín tilfinning er sú, að honum sé þetta meira að segja mjög á móti skapi. En ef svo er og ef við gerumst svo djörf að ætla að innan Framsóknar séu fleiri sem lítt eru hrifnir af þessum aðförum, hvers vegna hvín þá ekki í þeim flokki? Ekki svo að skilja að ég geri mér háar hugmyndir um hugsjónir og staðfestu Frmasóknarflokksins þegar á heildina er litið. Svo er það jú Halldór...og stóllinn.