KAFLASKIL KOLBEINN
06.05.2021
Fréttir af því að nú eigi að gera ekki bara kostnaðaráætlun heldur einnig verkáætlun um að hreinsa og flytja á brott spilliefni sem legið hafa í jörðu í Heiðarfjalli á Langanesi frá þeim tíma sem Bandaríkjaher sat þar í hreiðri þar til fyrir hálfri öld.
Á málið hefur verið þrýst á undanförnum árum og með vaxandi þunga þar til nú að hyllir undir lyktir þessa máls. Það er mikið gleðiefni og hlakka ég til að heyra talsmann stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar Alþingis, Kolbein Proppé, tala fyrir málinu á næstu dögum. Það er ánægjuefni að öll nefndin skuli standa honum að baki. Þetta eru kaflaskil Kolbeinn.
Haf þökk.
Myndin að ofan er úr frétt Fréttablaðsins og hér er slóð á þingmálið:
https://www.althingi.is/altext/151/s/1372.html