KAMARINN
14.05.2005
Við Austurvöll stendur hin háreista höll,
til hliðar er gráleitur kamar
með saurkólígerlanna ógrynnin öll
og enginn vill koma þar framar.
Þó bíða í gættinni bláeygir menn,
þeir bölva og ragna á fullu
því bóndinn frá Saurbæ hann situr þar enn
með svoleiðis pípandi drullu.
Þar rennur um ganga svo rismikið flóð
og róni með nefklemmu stamar:
-Nú heimsbyggðin öfundar íslenska þjóð
sem á svona frábæran kamar.
Kristján Hreinsson, skáld