KATALÓNÍA TIL UMRÆÐU Á LAUGARDAG
11.03.2019
Næstkomandi laugardag verður áhugugavert efni á dagskrá hádegisfundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.
Utanríkisráðherra Katalóníu gefur okkur sjónarhorn sitt á furðulega atburðarás í Katalóníu þar sem kjörnir fulltrúar hafa verið fangelsaðir og eiga yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Og hverjar skyldu sakirnar vera? Sakirnar eru að hafa virkjað lýðræðið gegn vilja spænska miðstjórnarvaldsins í Madrid.
Fræðilegu ljósi verður einnig varpað á rás atburða og þarna verður einng íslenskur vinkill einsog fram kemur í auglýsingu.