KLEIFHUGA HEIMUR
Donald Trump er sýnt banatilræði. Það er vissulega alvarlegt mál. Og þannig bregðast «leiðtogar» heimsins við. Forsetar, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, líka ráðherrar Íslands. Allt segist þetta fólk vera harmi lostið. Segja þetta tilræði við lýðræðið í heiminum.
Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, segist biðja fyrir Trump.
Í næstu frétt er sagt frá árás á Gaza í gær. 141 beið bana. 400 særðust. Hverjir skyldu biðja fyrir þessu fólki?
Og svo er flett upp á heimasíðu þings Evrópusambandsins. Þar er fjallað um tíu mikilvæg viðfangsefni þingsins á komandi dögum. Mest aðkallandi þykir að örva aðildarþjóðir ESB til framleiðslu á drápstólum.
Hergagnaframleiðendum er að takast að færa þjóðir Vestur-Evrópu að víglínu í styrjöld sem hæglega gæti orðið þriðja heimstyrjöldin.
Þetta vill kleifhuga heimur ekki skilja.
----------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.