KOMA ÞARF TIL MÓTS VIÐ FÓLKIÐ
Mig langar svo til að athuga hvort ekkert eigi að fara gera varðandi gjaldþrotalögin í landinu ? Ef svo, hvenær? Það virðist allt stefna í fjöldagjaldþrot og heimilin í landinu geta ekki beðið,ef það verður mikið atvinnuleysi þá rúlla bankarnir aftur yfir og það mun gerast mjög fljótt. Og þess vegna verður að tryggja fjölskyldu fólkinu einhvað öryggi og það strax. Því það er allt að fara í köld kol. Afhverju er hægt að hafa útistandindi kröfur á fólki til 10 ára ! Afhverju er ekki fólki gert kleift að getað lifað áfram sínu lífi og með sínum börnum og einstaklingum almennt í staðinn fyrir að missa þetta fólk endanlega og missa af tekjum til ríkissjóðs. En afhverju er ekki mildaðar innheimtuaðgerðir og gjaldþrota ferlið. Er ekki betra að rikissjóður fái sínar tekjur inn í staðinn fyrir að þetta fólk flytur af landinu,fer sér að voða eða lendir á götunni með börnin sín og það geti stundað vinnu og framfleytt sínum börnum og heimili? Einnig langar mér að spurja varðandi bankana núna hvort ríkið sé búið að taka þá yfir en samt virðist vinnuaðferðir ekki neitt hafa breyst og sama siðlausa spillingin og fólkið sem laug að þjóðinni er ennþá þarna. Verða bankarnir ekki að vinna með fólkinu í staðinn fyrir að hengja það í snæri alltaf ?!
Natalie